Welcome! Velkomin! Wilkommen! Bienvenue!

Tuesday, February 22, 2011

yummi


Í gær bjó ég til mínar fyrstu frönsku súkkulaðimakkarónur (sjá mynd hér fyrir ofan). Þær bara heppnuðust mjög vel, sem er sko ekki alveg sjálfsagt mál þar sem þetta er ansi flókið ferli: eggin þurfa að vera við stofuhita, þeytt á ákveðinn hátt, ákveðið lengi - restinni bætt við en fyrst þarf að ganga úr skugga um að möndlurnar séu örugglega orðnar að dufti/möndluhveiti - hitinn á ofnunum má ekki vera hvernig sem er og breyta þarf hitastiginu á ofninum eftir að kökurnar eru komnar inní hann og setja trésleif "á ofnhurðina" því að hún má ekki lokast alveg á meðan kökurnar eru að bakast :-) En þessar kökur eru svo sannarlega alveg þess virði að stússa þetta...
Ég er að hugsa um að bjóða uppá svona kökur í útskriftinni minni á sunnudaginn og búa þær hugsanlega til í öðrum útgáfum en súkkulaði - td. bleikar og turkís-litaðar með vanillu-smjörkremi.

Yesterday, I made me first french chocolate meringue (you can see them on the picture above). Since it´s not an easy process making them, I´m really happy they turned out fine. The eggs have to be warm, whisked in a certain way, for a certain amount of time, the almonds have to be like flour, the oven has to have a certain heat and a lot of other stuff has to be in certain way too! But these meringues are well worth all this trouble because they are just soooo yummi! :-)

2 comments: