Welcome! Velkomin! Wilkommen! Bienvenue!





Thursday, March 10, 2011

a sort of "yarn along"








Prjónaperlur (http://prjonaperlur.midjan.is/) eru með svona "yarn-along" í gangi og eru að spyrja hvað við hin/ar erum með á prjónunum/heklunálinni. Mitt verkefni þessa dagana (fyrir utan það að hjúkra veiku sonum mínum) er að læra að hekla - og nú er ég í alvörunni byrjuð! Trúi þessu varla sjálf því að mig hefur langað til að læra þetta svo lengi! Mamma og nýja bókin mín kenndu mér að hekla dúllur sem ég ætla að festa saman og búa til svona stórt, klassískt ömmuteppi. Það er víst nóg til af léttlopa-afgöngunum í geymslunni minni til að búa til eitt eða tvö risavaxin! Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt að ég get varla hætt og svo er líka svo auðvelt að taka þetta með, hvert sem maður fer.
Bókin sem ég er að lesa er "Hreinsun" eftir Sofi Oksanen

Prjónaperlur (http://prjonaperlur.midjan.is/), two icelandic knit-bloggers are having a sort of "yarn along" and asking other bloggers what they are knitting/crocheting at the moment. My new project at the moment (besides taking care of me two sick sons) ist to learn how to crochet - and now I´ve finally started! I can´t believe it myself - I´ve been wanting to know how to do this forever... My mum and my new book (last post) taught me how to make quadrangles - I wan´t to make a typical, big "grandma-afghan" out of them when I´ve got enough. There surently is enough léttlopi-left-over-yarn in my storeroom to make a giant one... or two. This is so much fun I almost can´t stop and it´s so pracical because you can take this project so easily everywhere you go.
The book I´m reading: "Hreinsun" (Sofi Oksanen)

6 comments:

  1. Hrikalega flottar dúllurnar! Verður æði að gera svona teppi, hlakka til að sjá það fullgert!
    Vonandi að litlu köllunum þínum fari að líða betur. Þeir eru svo líkir á þessari mynd, gætu verið tvíburar!

    ReplyDelete
  2. Sniðug hugmynd til að nota léttlopa-afganga. Ég elska svona teppi :-)!

    Great way to use up scrap yarn - this will make a lovely blanket!

    Halldóra
    www.prjonaperlur.midjan.is

    ReplyDelete
  3. Takk Jóhanna! Ég er sjálf mjög spennt að sjá það fullgert! Já, þeir eru líkir þessar elskur! Þeir eru ekki ennþá orðnir alveg hressir en vonandi batnar þeim fyrir mánudaginn! :-)

    Halldóra: takk fyrir! já, þessi teppi eru hreinasta snilld - ótrúlega skemmtilegt að búa þau til og svo eru þau einhvernveginn líka uppfull af minningum!
    Thank you Halldóra. These blankets are really great and somehow full of memories!

    ReplyDelete
  4. Já! Þetta er svakalega flott hugmynd! Ég VERÐ að losna við alla léttlopaafganga sem ég er með!
    Það væri gaman að gera eitthvað eins og þetta:

    http://www.flickr.com/photos/46409287@N00/3385679276

    En ég hef ekki hugmynd hvernig á maður að tengja saman allar "ömmudúllurnar" :/

    Hvernig gengur með teppið? : )

    ReplyDelete
  5. Takk fyrir! :-) Þetta er rosalega flott hugmynd sem þú sýndir mér á flickr - er ekki hægt að finna allt um alla mögulega hluti á youtube? Kannski líka hvernig á að tengja saman svona dúllur? Ég hef heldur ekki hugmynd um það heldur, hvernig maður tengir þetta, en sem betur fer býr mamma í 5 mín. fjarlægð frá mér og ætlar að kenna mér það þegar þar að kemur. Það gengur vel með teppið og ég geri það svona með öðru - ætlaði svo einmitt að fara að setja myndir hér inn, af "prógressinum" á teppinu hjá mér.

    ReplyDelete
  6. Það er hægt að finna myndbönd á Youtube og leiðbendingar sem sýna hvernig á að tengja saman dúllurnar en samt ekki alveg svona sem sést í myndinni sem ég sýndi þér. Ég sendi konunni sem heklaði þetta gluggatjald skilaboð til að fá smá hjálp frá henni en hún var ekki mjög hjálpsöm : / Hun sagði mér að hún mundi ekki hvernig hún gerði þetta, plop!
    Örugglega getur mamma þín hjálpað þér : )

    ReplyDelete