Welcome! Velkomin! Wilkommen! Bienvenue!

Friday, March 4, 2011

ný bók - new bookMig hefur alltaf langað til að læra að hekla - en aldrei komið því í verk. Yndislega hugulsamir ættingjar gáfu mér gjafabréf í "storkinn" í útskriftargjöf. Þangað fór ég svo í dag, til að kaupa mér eitthvað frábært, sem ég hefði annars aldrei keypt mér. Fyrir valinu varð mjög flott bók sem heitir "basic crochet stiches: 250 to crochet" (sjá mynd) - þar er semsagt að finna 250 hekluaðferðir (einsog nafnið gefur til kynna). Í fyrri hluta bókarinnar eru þær í einfaldari kantinum og fullkomnar fyrir byrjanda einsog mig, en svo verður þetta flóknara þegar líður á bókina. LOKSINS get ég lært að hekla og get ekki beðið eftir að byrja!! Ég keypti mér líka dásamlega mjúkt rautt, 100% alpaca garn, sem ég ætla að prjóna mér stóran og notalegan trefil úr.

I always wanted to now how to crochet. For my graduation, considerate relatives gave me a credit note in a great yarn store in Reykjavík ("Storkurinn"), that sells all kind of things that have to do with knitting, crocheting and sewing. Today I went there to spend the money - and I got myself the perfect book, to learn how to crochet: "basic crochet stiches: 250 to crochet" (you can see the cover on the picture above). So finally I can learn how crochet!!! I just can´t wait! I also bought some beautiful red 100% alpaca yarn - I´m going to knit myself a big cozy scarf!
2 comments:

  1. Ég get vel ýmdindað mér að þetta verði kósí trefill, gerður úr alpaca! Hlakka til að sjá mynd af honum.

    ReplyDelete
  2. Alpaca er svo dásamlegt - er búin að vera að strjúka því útum allan bæ og ákvað að splæsa í þetta í tilefni dagssins - ætla að nota gatamynstur úr bókinni "fleiri prjónaperlur" sem kom út núna rétt fyrir jól. Set inn myndir þegar ég er komin af stað með hann! :-)

    ReplyDelete