Welcome! Velkomin! Wilkommen! Bienvenue!

Monday, March 14, 2011

Draumabuxur á Bidenam - dreamtrousers for BidenamFyrir nokkrum árum saumaði ég mér nánast öll pils sjálf og hafði gaman af. Ég saumaði líka nokkra toppa á mig og auðvitað svona einfalda hluti einsog púða, gardínur osfrv. Það skemmtilega við að sauma er að maður er svo fljótt komin með einhvað tilbúið í hendurnar - oftast bara einhverja klukkutíma kannski - á meðan maður getur verið marga daga eða vikur að klára prjónaflík. Í síðustu viku ákvað ég að rifja upp gamla saumatakta, enda hefur mig lengi, lengi lengi langað til að sauma alvöru pokabuxur á strákana mína. Ég átti frábærlega fínt efni í þetta, teygjanlegt, brúnt og retrolegt sem ég keypti á lagarsölu um daginn, með nákvæmlega svona buxur í huga.
Sniðið fékk ég úr mjög skemmtilegri bók sem að mamma gaf mér - hún heitir "Bornetoj du selv kan syv, 5-12 ar" frá árinu 1984. Mamma saumaði mikið af fötum á okkur systurnar úr þessari bók – sniðin í henni eru flest einföld og svo frábærlega skemmtilega retro að það er hrein unun að skoða hana. Mig langar að sauma næstum allt úr henni og kannski ég eigi það bara fyrst ég er komin af stað aftur með saumavélina - þökk sé mömmu! Takk elsku besta mamma mín!
Hér fyrir ofan eru myndir af Bidenam í buxunum. Við erum bæði mjög ánægð með þær og hann hefur varla farið úr þeim síðan ég kláraði þær, enda þægilegar.

A few years ago, I used to sew almost all my skirts by myself and I really enjoyed it. I also made some other things like tops and simple things like pillowcases, curtains and so on. The fun thing about sewing is, how quick you see some results and have a finished thing in your hands – generally a few hours maybe – but when you knit, it can take many days or even weeks until you have finished a piece. Last week I decided to brush up my old sewing-skills. I’ve wanted to sew a certain type of trousers for my boys for a very, very, very long time now. I was so lucky, to have the perfect material for them: elastic, brown and retro-looking. I got the pattern from a book my mother gave me – it’s Danish, called “children’s clothes you can sew yourself, 5-12 years” (1984). She used it herself to make clothes for me and my sisters when we were young. This is such a fun book; the patterns are easy, retro and just beautiful in so many ways. I really want to make almost every single piece in it and thanks to my mum, maybe I’m going to do it now, since I’ve started sewing again!

Above you can see a picture of Bidenam, wearing his new trousers. We are both really happy with the result and he has barely taken them off since I finished them because they really are very comfortable.

4 comments:

 1. Æðislega skemmtilegar buxurnar! Og svo gaman að eiga gömul blöð og bækur að skoða. Ég var ákkúrat að segja það um daginn: geyma vel öll prjónablöðin mín, hver veit nema barnabörnin hafi gaman af að skoða þau eftir kannski 30 til 40 ár!;)
  Ég fékk saumavél í fyrra og er búin aðeins að fikra mig áfram með hana...... ég væri svo til í að vera klárari í að sauma!

  ReplyDelete
 2. Takk fyrir það Jóhanna! :-) Það er alveg rétt hjá þér, að maður eigi að geyma svona blöð og bækur! Ég mæli með því að taka upp saumavélina, það er svo ótrúlega gaman! :-D Byrja bara á einhverju einföldu einsog td. púðaveri - gætir td. gert það úr einhverju dásamlegu, gulu efni ;-) !

  ReplyDelete
 3. Snillingurinn þinn Kristín- ekkert smá flottar buxur. Verður spennandi að fylgjast með þér töfra fram flíkurnar.


  Kv Lilja

  ReplyDelete
 4. Takk Lilja mín! :-) Fékk svo þetta frábæra flauelsefni í rauðakrossbúðinni í Mjóddinni í dag á 300 kr. og gat ekki annað en kippt því með... núna eru þetta orðnar buxur nr. 2 og ég á líka nóg í hatt eða eitthvað í stíl! Set inn myndir af þeim á morgun.

  ReplyDelete