Welcome! Velkomin! Wilkommen! Bienvenue!

Friday, March 18, 2011

Spring-hat - vor-húfaÉg er komin með þvílíka saumabakteríu að það er ekki fyndið. Í gær prófaði ég að skálda vor-húfuna sem þið sjáið hér fyrir ofan. Hægt er að snúa henni við og hafa hana græna eða brúna eftir því hvernig skapi maður er í. Hún er svolítið stór á Bidenam, en ég veit það þá bara næst og minnka hana. Svo er ég líka með smá leynisauma-prójekt í gangi sem ég set inn þegar það er tilbúið. Ég tek fram, að ég er þó alls ekki hætt að prjóna og hekla - og er t.d. að búa til uppskrift af uppáhaldshúfu fyrir Frey Dasima og afgangateppið góða er alltaf í gangi.


I just can´t stop sewing once I´ve started! Yesterday I made up the spring-hat you see above. You can wear it two ways: green or brown, depending on your mood. It´s a bit big for Bidenam, but that´s ok, I´ll just make a smaller size. I also have a secret sewing-project going on - I´ll show you when it´s ready! :-)
I must say, I haven´t stopped knitting and crocheting, even if I´m sewing a lot these days. I´ve got 2 things going on: the left-over-yarn-afghan (previous post) and a hat for Freyr Dasima.

No comments:

Post a Comment