Welcome! Velkomin! Wilkommen! Bienvenue!





Thursday, February 24, 2011

Sjöl - Shawls

Mynd tekin af/Picture: from http://www.handidir.is/PageID=35
Fyrst ég hef mjög mikinn tíma þessa dagana, ætla ég ekki aðeins að leggjast yfir Excel, heldur einnig að gera nokkuð sem mig hefur mjög lengi langað til að læra: að prjóna útprjónuð sjöl. Síðasta vetur keypti ég mér hina dásamlega fallegu bók, "þríhyrnur og langsjöl" og hafði aldrei tíma til að læra á hana. Núna hef ég sett mér það markmið að læra að lesa svona uppskrift og prjóna mér svona sjal.


Since I´ve got too much time these days, I´ve set myself 2 goals. The first is to learn more about Excel. The second one is to learn how to knit lace shawls, which is something I´ve really been wanting to know how to do for a really long time. Last winter I bought myself a beautiful book about icelandic lace shawls, "þríhyrnur og langsjöl", but I never had the time to learn how to knit something in it! That´s why I´ve set myself this goal: to learn how to read a pattern like this and knit a shawl.

Tuesday, February 22, 2011

yummi


Í gær bjó ég til mínar fyrstu frönsku súkkulaðimakkarónur (sjá mynd hér fyrir ofan). Þær bara heppnuðust mjög vel, sem er sko ekki alveg sjálfsagt mál þar sem þetta er ansi flókið ferli: eggin þurfa að vera við stofuhita, þeytt á ákveðinn hátt, ákveðið lengi - restinni bætt við en fyrst þarf að ganga úr skugga um að möndlurnar séu örugglega orðnar að dufti/möndluhveiti - hitinn á ofnunum má ekki vera hvernig sem er og breyta þarf hitastiginu á ofninum eftir að kökurnar eru komnar inní hann og setja trésleif "á ofnhurðina" því að hún má ekki lokast alveg á meðan kökurnar eru að bakast :-) En þessar kökur eru svo sannarlega alveg þess virði að stússa þetta...
Ég er að hugsa um að bjóða uppá svona kökur í útskriftinni minni á sunnudaginn og búa þær hugsanlega til í öðrum útgáfum en súkkulaði - td. bleikar og turkís-litaðar með vanillu-smjörkremi.

Yesterday, I made me first french chocolate meringue (you can see them on the picture above). Since it´s not an easy process making them, I´m really happy they turned out fine. The eggs have to be warm, whisked in a certain way, for a certain amount of time, the almonds have to be like flour, the oven has to have a certain heat and a lot of other stuff has to be in certain way too! But these meringues are well worth all this trouble because they are just soooo yummi! :-)

Monday, February 21, 2011

Jurtalitun

Jurtalitun og litun á garni hefur mér lengi fundist heillandi. Núna hef ég loksins aftur tíma til að sinna þessu áhugamáli mínu og næst á dagsskrá er að lita íslenska ull með laukhýði sem ég hef verið að safna um nokkurt skeið. Einnig týndi ég nokkrar jurtir í sumar og þurrkaði - ég ætla að gera litlar litaprufur með þær að gamni mínu og skrá hjá mér niðurstöðurnar. Á myndinni hér fyrir ofan er band sem ég litaði með lauk.

For a very long time now, I´ve found yarn-dyeing with plants and other thing really fascinating. Now, I´ve finally got more time to spend on this hobby of mine. Therefor the next thing on my programme is to dye icelandic wool with onion-peeling that I´ve been collecting this winter. Last summer, I collected some flowers and other plants, dryed them and now, I´m going to make some testing of my own with those plants and wool! On the picture above, you can see some wool, I dyed with onion last summer.

Lopapeysur á börn




ég elska að klæða strákana mína í lopapeysur - þær eru svo óendanlega hlýjar og eru þannig gerðar, að maður getur alltaf verið viss um að þeim sé ekki of kalt og heldur ekki of heitt. Svo stækka þær með börnunum - ég byrjaði td. að klæða strákana mína í fyrstu lopapeysurnar þegar þeir voru aðeins nokkra mánaða gamlir (3-4 mán.) og þeir notuðu þær svo næstu 2 árin eða svo. Hér má sjá Frey minn aðeins 2-3 mánaða gamlan í fyrstu peysunni sinni (og reyndar var Bidenam í þessari sömu peysu á undan honum) og svo aðra mynd af honum þar sem hann er orðinn 1,5 ára í sömu peysunni!
X
X
I just LOVE to dress my boys in icelandic wool-sweaters - they are so warm and have some really special qualities: the first thing is, one can always be sure that your kids are never cold (even if they get wet) and not too warm! The second thing is, they seem to grow with your children. I made the first sweaters for my boys when they where about 3-4 months old, and with 18-24 months they where still using those same sweaters! On the picture above (left), you can see my younger son Freyr, wearing his first sweater about 3 months old (Bidenam used the same one before him). On the other picture on the right, you can see him with 18 months still wearing the same sweater!